
Fernardo Santos, þjálfari Portúgals, segir að hinn 39 ára gamli Pepe muni spila í vörn liðsins á morgun þegar það mætir Úrúgvæ.
Liðin mætast í H-riðli en Portúgal vann fyrsta leik sinn gegn Ghana með þremur mörkum gegn tveimur á meðan Úrúgvæ gerði markalaust jafntefli gegn Suður-Kóreu.
Í þeim leik voru það þeir Ruben Dias og Danilo Pereira sem spiluðu í hjarta varnarinnar en töluvert bras var á þeim félögum í leiknum og þá sérstaklega í síðari hálfleiknum.
Santos mun því nota hinn 39 ára gamla Pepe á morgun en í sóknarlínu Úrúgvæska landsliðsins í síðasta leik voru það þeir Luis Suarez og Darwin Nunez.
Í hinum leiknum í riðlinum mætast Suður-Kórea og Ghana.
Athugasemdir