Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mán 27. nóvember 2023 23:39
Brynjar Ingi Erluson
Dómarinn var sammála O'Neil - „Áttum þetta ekki skilið“
Gary O'Neil
Gary O'Neil
Mynd: Getty Images
Gary O'Neil, stjóri Wolves, skildi ekkert í dómgæslunni í 3-2 tapinu gegn Fulham á Craven Cottage í kvöld, en eftir leikinn yfirheyrði hann Michael Salisbury, dómara leiksins.

O'Neil fannst fjórar ákvarðanir fara gegn Fulham. Honum fannst heimamenn fá tvö ódýr víti og þá vildi hann einnig fá tvö rauð spjöld á þá Tim Ream og Vinicius.

„Við ræddum margar ákvarðanir. Það átti að reka Vinicius af velli fyrir að skalla Max, það er skýrt. Hann skallar hann í nefið, en fær aðeins gult. Ream átti þá að fá seinna gula í vítaspyrnunni sem við fengum,“ sagði O'Neil, sem fannst fyrri vítaspyrna Fulham óskiljanleg.

„Nelson spilar boltanum og snertir ekki Cairney. Ég hef horft á þetta aftur með dómaranum og hann reyndar sagði að það hafi verið rangur dómur og það hefði átt að senda hann að skjánum.“

„Við vorum ósammála með vítaspyrnuna sem Wilson fékk. Honum fannst vera næg snerting til að gefa víti en mér fannst þetta ódýrt

„Það má deila um það að tvær ákvarðanir fari okkur ekki í hag, en allar fjórar? Þetta var þungt fyrir strákana, stuðningsmennina og mig sjálfan. Við höfum staðið oft í þessu á tímabilinu og áttum þetta svo sannarlega ekki verðskuldað,“
sagði O'Neil.
Athugasemdir
banner
banner
banner