Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   mán 27. nóvember 2023 18:53
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo fékk vítaspyrnu en bað dómarann um að draga ákvörðunina til baka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu, sýndi af sér mikla íþróttamennsku í leik liðsins við Persepolis í Meistaradeild Asíu í kvöld.

Snemma leiks dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu á Persepolis fyrir brot á Ronaldo.

Portúgalinn var ekki sammála og bað dómarann um að draga ákvörðun sína til baka.

Leikmaður Persepolis fór í tæklingu og datt Ronaldo í kjölfarið en engin eða lítil snerting virtist eiga sér stað.

Staðan er enn markalaus en Al-Nassr er manni færri eftir að Ali Lajami var rekinn af velli á 17. mínútu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner