Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 27. desember 2024 11:43
Elvar Geir Magnússon
Víkingar mega ekki spila í Færeyjum - Skoða möguleika í Skandinavíu
Víkingur fær ekki leyfi til að spila heimaleik í Færeyjum.
Víkingur fær ekki leyfi til að spila heimaleik í Færeyjum.
Mynd: Getty Images
Ljóst er að UEFA mun ekki veita Íslandi enn eina undanþáguna og leyfa Víkingi að spila heimaleik sinn gegn Panathinaikos hér á landi. Þetta staðfesti Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, við Fótbolta.net.

Vegna lélegra vallarmála hér á landi þarf að fara með leikinn út fyrir landsteinana en á þessu stigi Sambandsdeildarinnar verður ekki veitt undanþága fyrir því að spila á Kópavogsvelli.

Umræða hefur verið um að færa leikinn til Færeyja en Haraldur segir að ekki fáist leyfi fyrir því frá UEFA. Ástæðan er sú að samgöngur til Færeyja eru ótraustar og þar spilar þokan stærstan þátt. Flug til Færeyja á til að falla niður vegna veðuraðstæðna.

Nú sé verið að skoða aðra möguleika og fyrsti kostur sé að spila leikinn í Skandinavíu. Þar hefur Kaupmannahafnarsvæðið meðal annars verið til skoðunar. Það eru ákveðin flækjustig í þessu þar sem lið frá þeim borgum sem hafa verið til skoðunar eru einnig komin áfram í Evrópukeppni.

„Það verða að vera einhverjar pælingar á bak við það, hvort við förum á gervigras eða ekki. Við þurfum að velja aðstæður sem henta okkur. Þetta á að vera heimaleikurinn okkar," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali við Fótbolta.net nýlega.

Víkingar spila "heimaleik" sinn í umspili Sambandsdeildarinnar fimmtudaginn 13. febrúar og svo útileikinn í Grikklandi viku síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner