Pep Guardiola, stjóri Manchester City á Englandi, óskaði Liverpool innilega til hamingju með Englandsmeistaratitilinn á blaðamannafundi eftir að Man City tryggði sér sæti í úrslitaleik enska bikarsins í gær.
City-menn komust í úrslit bikarsins þriðja árið í röð en Guardiola vildi þó byrja blaðamannafundinn á að tala um Liverpool.
„Áður en ég byrja þá vil ég fyrir hönd félagsins og míns óska Liverpool til hamingju með að hafa unnið Englandsmeistaratitilinn. Þetta var vel verðskuldað og það er enginn vafi á því. Þetta er frábært lið á þessu ári. Þeir munu halda titlinum næsta árið og vonandi getum við verið betri og veitt samkeppni út tímabilið, eitthvað sem við gátum ekki gert í ár. Þannig til hamingju, Liverpool!“ sagði Guardiola.
Man City hefur átt slakt tímabil eða svona miðað við síðustu ár og er nú að berjast um Meistaradeildarsæti. Það situr í 4. sæti deildarinnar með 60 stig, 21 stigi á eftir nýkrýndum Englandsmeisturum Liverpool.
„Þetta hefur ekki verið gott á þessu tímabili. Við erum þúsund milljón stigum á eftir Liverpool, þannig þetta hefur alls ekki verið gott. Horfðu á Meistaradeildina. Við unnum hvað, einn eða tvo leiki? Við vorum alltaf eins og vél. Við höfum ekki verið góðir, en skaðinn er minniháttar. Það breytir því ekki að þetta var lélegt tímabil og núna þarf félagið að taka réttar ákvarðanir til þess að gera næsta tímabil betra,“ sagði Guardiola.
Athugasemdir