Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Elías kom inn af bekknum og skoraði tvennu í úrslitaleiknum
Mynd: Getty Images
Mynd: NAC Breda
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
NAC Breda, félagið sem Elías Már Ómarsson leikur fyrir í Hollandi, er á góðri leið með að komast upp í efstu deild eftir frábæran sigur á heimavelli gegn Excelsior.

Á dögunum endaði Breda í áttunda sæti hollensku B-deildarinnar og rétt slefaði þannig inn í umspil um sæti í efstu deild.

Þar gerði Breda sér lítið fyrir og rúllaði yfir Roda JC og FC Emmen, sem enduðu bæði ofar á deildartímabilinu, til að koma sér alla leið í úrslitaleikinn.

Í úrslitaleiknum spilar Breda við Excelsior, sem endaði í þriðja neðsta sæti efstu deildar á tímabilinu. Fyrri leikurinn fór fram í kvöld og byrjaði Elías Már á bekknum en fékk að spreyta sig á 68. mínútu.

Staðan var þá 3-2 fyrir Breda en gestirnir í liði Excelsior voru leikmanni færri eftir að Lance Duijvestijn, sem skoraði fyrsta mark Excelsior í leiknum, fékk beint rautt spjald fyrir að verja boltann með hendi innan vítateigs.

Skömmu eftir innkomu Elíasar fékk Arthur Zagre sitt annað gula spjald og þá voru gestirnir í liði Excelsior orðnir tveimur leikmönnum færri. Þetta nýttu heimamenn sér, með Elías Má fremstan í fararbroddi.

Elías skoraði tvennu til að innsigla 6-2 sigur og fer Breda því inn í útileikinn með fjögurra marka forystu. Verkefninu er þó ekki lokið, þar sem Troy Parrott, lánsmaður frá Tottenham, skoraði þrennu í fyrri hálfleik í síðasta heimaleik liðsins - 7-1 sigri gegn Den Haag.

Parrott skoraði einnig fyrir Excelsior gegn Breda í dag.

Þá komu Íslendingar einnig við sögu í sænska og norska boltanum í dag. Topplið Malmö lagði Elfsborg að velli í Svíþjóð en Daníel Tristan Guðjohnsen var ekki í hóp vegna meiðsla.

Andri Fannar Baldursson byrjaði í liði Elfsborg og fékk Eggert Aron Guðmundsson að spila síðustu mínúturnar í 2-1 tapi.

Oskar Tor Sverrisson lék þá allan leikinn í jafntefli Varberg gegn Degerfors í næstefstu deild í Svíþjóð. Varberg er aðeins komið með 8 stig eftir 10 umferðir.

Að lokum fékk Óskar Borgþórsson að spila síðustu 25 mínúturnar í 2-1 tapi Sogndal á útivelli gegn Start í næstefstu deild norska boltans.

Sogndal er í sjötta sæti eftir þetta tap, en sigur í dag hefði skotið liðinu alla leið upp í annað sætið. Óskar og félagar eru með 16 stig eftir 10 umferðir.

NAC Breda 6 - 2 Excelsior
1-0 A. Omgba ('12)
1-1 Lance Duijvestijn ('25)
2-1 D. Janosek ('39, víti)
3-1 J. Van den Bergh ('42)
3-2 Troy Parrott ('45+6, víti)
4-2 M. Koscelnik ('74)
5-2 Elías Már Ómarsson ('78)
6-2 Elías Már Ómarsson ('94)
Rautt spjald: Lance Duijvestijn, Excelsior ('38)
Rautt spjald: Arthur Zagre, Excelsior ('72)

Malmö 2 - 1 Elfsborg

Degerfors 1 - 1 Varberg

Start 2 - 1 Sogndal

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner