Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 28. ágúst 2020 13:15
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópur Íslands: Margir fjarverandi - Andri Fannar nýliði
Icelandair
Andri Fannar Baldursson
Andri Fannar Baldursson
Mynd: Getty Images
Patrik Sigurður Gunnarsson
Patrik Sigurður Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari, opinberaði nú rétt í þessu 25 manna hóp fyrir komandi leiki gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Miklar breytingar eru á hópnum en margir lykilmenn eru fjarri góðu gamni.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fékk ekki leyfi frá félagi sínu Al Arabi til að fara í leikina.

Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson gefa ekki kost á sér að þessu sinni og Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Viðar Örn Kjartansson er heldur ekki í hópnum en hann gekk í raðir Valerenga í dag.

Þá verða Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson og Kolbeinn Sigþórsson einungis í fyrri leiknum en þeir fara ekki með til Belgíu.

Andri Fannar Baldursson, miðjumaður Bologna, er nýliði í hópnum. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður Brentford, er einnig í hóp en hann á ekki A-landsleik að baki.

Alfons Sampsted bakvörður Bodö/Glimt og Hólmbert Aron Friðjónsson framherji Valerenga eru í hóp en þeir hafa báðir spilað vel í norsku úrvalsdeildinni í sumar. Þeir eiga báðir tvo landsleiki að baki.

Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn í næstu viku og Belgum þremur dögum síðar ytra.

Markverðir
Hannes Þór Halldórsson | Valur
Ögmundur Kristinsson | Olympiacos
Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon FCO
Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford

Varnarmenn
Ari Freyr Skúlason | KV Oostende
Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva
Kári Árnason | Víkingur R.
Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98
Sverrir Ingi Ingason | PAOK
Hólmar Örn Eyjólfsson | Levski Sofia
Jón Guðni Fjóluson
Alfons Sampsted | Bodø/Glimt
Hjörtur Hermannsson | Bröndby

Miðjumenn
Samúel Kári Friðjónsson | Paderborn
Birkir Bjarnason | Brescia
Emil Hallfreðsson
Andri Fannar Baldursson | Bologna
Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF
Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva
Jón Dagur Þorsteinsson | AGF
Mikael Neville Anderson | Midtjylland

Sóknarmenn
Jón Daði Böðvarsson | Millwall
Kolbeinn Sigþórsson | AIK
Hólmbert Aron Friðjónsson | Aalesund
Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar
Athugasemdir
banner
banner