Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 28. ágúst 2022 22:49
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Real Madrid með fullt hús stiga - Benzema gerði tvö mörk
Karim Benzema er með þrjú mörk í þremur leikjum
Karim Benzema er með þrjú mörk í þremur leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Espanyol 1 - 3 Real Madrid
0-1 Vinicius Junior ('12 )
1-1 Joselu ('43 )
1-2 Karim Benzema ('88 )
1-3 Karim Benzema ('90 )
Rautt spjald: Benjamin Lecomte, Espanyol ('90)

Real Madrid er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í La Liga á Spáni en liðið vann Espanyol, 3-1, í Barcelona-borg í kvöld.

Brasilíski sóknarmaðurinn Vinicius Jr kom Madrídingum yfir á 12. mínútu eftir sendingu frá Aurélien Tchouaméni áður en Joselu jafnaði fyrir Espanyol undir lok fyrri hálfleiks.

Það var ekki fyrr en tvær mínútur voru eftir af leiknum sem Karim Benzema tók málin í sínar hendur og kom Madrídingum í forystu eftir sendingu frá varamanninum, Rodrygo.

Benjamin Lecomte, markvörður Espanyol, fékk að líta rauða spjaldið seint í uppbótartíma fyrir ljóta tæklingu. Nokkrum mínútum síðar gerði Benzema annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Real Madrid úr aukaspyrnu og tryggði sigurinn. Real Madrid með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 33 26 6 1 71 22 +49 84
2 Barcelona 33 22 7 4 68 39 +29 73
3 Girona 33 22 5 6 69 40 +29 71
4 Atletico Madrid 33 20 4 9 62 39 +23 64
5 Athletic 33 16 10 7 53 33 +20 58
6 Real Sociedad 33 13 12 8 46 35 +11 51
7 Betis 33 12 13 8 41 39 +2 49
8 Valencia 33 13 8 12 37 38 -1 47
9 Villarreal 33 12 9 12 54 55 -1 45
10 Getafe 33 10 13 10 41 45 -4 43
11 Osasuna 33 11 6 16 37 49 -12 39
12 Sevilla 33 9 11 13 42 46 -4 38
13 Alaves 33 10 8 15 31 38 -7 38
14 Las Palmas 33 10 7 16 30 41 -11 37
15 Vallecano 33 7 13 13 27 42 -15 34
16 Mallorca 33 6 14 13 27 39 -12 32
17 Celta 33 7 10 16 37 50 -13 31
18 Cadiz 33 4 14 15 23 46 -23 26
19 Granada CF 33 4 9 20 36 61 -25 21
20 Almeria 33 1 11 21 32 67 -35 14
Athugasemdir
banner
banner