Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   fim 28. september 2023 19:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu þegar Albert kom Genoa yfir eftir vandræðagang í vörn Roma
Mynd: Getty Images

Albert Guðmundsson hefur verið orðaður við stórlið á Ítalíu að undanförnu en síðast í dag var hann orðaður við Roma.


Albert spilar með Genoa en Genoa og Roma eigast við í ítölsku deildinni þessa stundina.

Það er um hálftími liðinn af leiknum en Genoa komst yfir strax á fimmtu mínútu eftir vandræðagang í vörn Roma. Genoa vann boltann hátt upp á vellinum og Albert fékk boltann að lokum og kláraði færið snyrtilega í netið.

Roma náði að svara en Bryan Cristante skoraði eftir rúmlega 20 mínútna leik með skalla.

Sjáðu markið hjá Alberti
Sjáðu markið hjá Cristante


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner