Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 28. nóvember 2021 20:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keane um Carrick: Ósammála öllu því sem hann sagði
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, lét Michael Carrick heyra það eftir leik Chelsea og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Keane var alls ekki sammála því sem Carrick sagði í viðtali eftir leik. „Ég er ósammála öllu því sem hann sagði í viðtalinu," sagði Keane á Sky Sports.

Carrick, sem stýrir Man Utd til bráðabirgða, sagðist í viðtalinu vera stoltur af sínu liði og var hann nokkuð jákvæður. Hann sagðist jafnframt vera ósammála vítaspyrnudómnum er Chelsea fékk víti í seinni hálfleik.

„Auðvitað var þetta vítaspyrna. Við höfum allir hoft á þetta, og þetta var vítaspyrna," sagði Keane.

„Hann segist vera stoltur af leikmönnunum. Hann er búinn að vinna með þeim síðustu mánuði. Hann starfaði með Ole. Núna er hann allt í einu stoltur af þeim og það var plan. Hvað með alla hina leikina? Af hverju hafa þeir ekki verið að loka á menn í hinum leikjunum?"

„Við sáum tölfræðina fyrir leik; þeir eru verstir í deildinni að loka á menn, þeir eru verstir í að vinna boltann. Hann hrósar leikmönnunum fyrir að vinna vinnuna sína. Þetta er fáránlegt."

„Hann var á hliðarlínunni með Ole og Mourinho. Núna er hann stoltur af leikmönnunum..."

Keane er svo sannarlega ekki stoltur af þessum leikmönnum.
Athugasemdir
banner
banner