Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 29. janúar 2015 15:07
Magnús Már Einarsson
Lokeren gerir tilboð í Sverri Inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíska félagið Lokeren hefur gert tilboð í Sverri Inga Ingason varnarmann Viking samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Alexander Scholz, fyrrum varnarmaður Stjörnunnar, fór frá Lokeren til Standard Liege í síðustu viku og félagið leitar nú að eftirmanni hans.

Sverrir er á óskalistanum en þessi 21 árs gamli leikmaður er eftirsóttur þessa dagana.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Nordsjælland, vill fá Sverri og hefur tvívegis lagt fram tilboð í hann á síðustu dögum.

Aftenbladet greinir frá því í dag að Viking hafi hafnað tilboði frá Nordsjælland upp á tæpar fimm milljónir norskar krónur eða um 85 milljónir íslenskar.

Viking keypti Sverri frá Breiðabliki á eina milljón norskar krónur eða 17 milljónir króna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner