Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 17:55
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Arsenal og PSG: Merino á miðsvæðinu og Trossard fremstur
Leandro Trossard er fremsti maður hjá Arsenal
Leandro Trossard er fremsti maður hjá Arsenal
Mynd: EPA
Arsenal og Paris Saint-Germain eigast við í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu á Emirates-leikvanginum í Lundúnum klukkan 19:00 í kvöld.

Það er ekkert óvænt í liðsuppstillingum kvöldsins. William Saliba er í vörninni með Jakub Kiwior og þá er Mikel Merino á miðsvæðinu með Declan Rice og Martin Ödegaard. Thomas Partey tekur út leikbann.

Leandro Trossard er fremstur maður með þá Bukayo Saka og Gabriel Martinelli sér við hlið.

PSG heldur áfram í ógnarsterka miðju. Fabian Ruiz, Vitinha og Joao Neves eru allir klárir og þá eru þeir Desiré Doué, Ousmane Dembéle og Khvicha Kvaratskhelia fremstu menn.

Arsenal: David Raya; Timber, Saliba, Kiwior, Lewis-Skelly; Odegaard, Rice, Mikel Merino; Saka, Trossard, Martinelli

PSG: Donnarumma; Hakimi, Marquinhos, Pacho, Nuno Mendes; João Neves, Vitinha, Fabián Ruiz; Doué, Dembélé, Kvaratskhelia
Athugasemdir
banner