Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 29. maí 2021 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Útisigrar í öllum leikjum dagsins
Akil De Freitas skoraði sigurmark Kormáks/Hvatar.
Akil De Freitas skoraði sigurmark Kormáks/Hvatar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það fóru fram fjórir leikir í 4. deild karla á þessu laugardagskvöldi.

Í B-riðlinum unnu Uppsveitir stórsigur gegn KFB á útivelli. Staðan var 1-1 í hálfleik en gestirnir áttu stórgóðan seinni hálfleik, svo vægt sé til orða tekið. Þetta eru fyrstu stigin sem Uppsveitir setja á töfluna, en þau koma í þriðja leiknum. KFB er án stiga.

Í C-riðli hafði Hörður Ísafirði betur gegn Mídasi í miklum markaleik. Öll sjö mörk leiksins komu í seinni hálfleiknum. Lokatölur voru 3-4 fyrir Hörð sem er með fjögur stig eftir tvo leiki. Mídas er án stiga eftir fyrstu þrjá leikina. Þeir hafa tapað öllum leikjum sínum frekar tæpt.

Það voru þá tveir leikir í D-riðli en það var ekki mikið skorað í þeim. Vatnaliljur unnu endurkomusigur á Samherjum fyrir norðan. Akil De Freitas tryggði svo Kormáki/Hvöt góðan útisigur á Úlfunum. Kormákur/Hvöt er með sex stig í fjórða sæti riðilsins. Samherjar, Úlfarnir og Vatnaliljur eru öll með þrjú stig þegar þrjár umferðir eru búnar.

B-riðill:
KFB 1 - 7 Uppsveitir
0-1 Tómas Ingvi Hassing ('24)
1-1 Garðar Geir Hauksson ('26)
1-2 Sverrir Þór Garðarsson ('47)
1-3 Pétur Geir Ómarsson ('49)
1-4 Máni Snær Benediktsson ('55)
1-5 Máni Snær Benediktsson ('67)
1-6 Pétur Geir Ómarsson ('75)
1-7 Tómas Ingvi Hassing ('84)

C-riðill:
Mídas 3 - 4 Hörður Í.
0-1 Sigurður Arnar Hannesson ('56)
1-1 Hjörtur Þórisson ('70)
1-2 Sigurður Arnar Hannesson ('74)
1-3 Jóhann Samuel Rendall ('82)
2-3 Hjalti Arnarson ('83)
2-4 Birkir Eydal ('89, víti)
3-4 Haukur Ploder ('90)

D-riðill:
Samherjar 1 - 2 Vatnaliljur
1-0 Ágúst Örn Víðisson ('7)
1-1 Kristþór Logi Sæmundsson ('34)
1-2 Fannar Ingi Fjölnisson ('68)

Úlfarnir 0 - 1 Kormákur/Hvöt
0-1 Akil Rondel Dexter De Freitas ('10)
Rautt spjald: Arnór Siggeirsson, Úlfarnir ('54)
Athugasemdir
banner
banner
banner