Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 29. júní 2022 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Jafnt í toppslagnum - Sigdís Eva sá um Fjölni
Lengjudeildin
FH er áfram á toppnum
FH er áfram á toppnum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Víkingur vann góðan sigur á Fjölni
Víkingur vann góðan sigur á Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
FH og Tindastóll gerðu 1-1 jafntefli í Lengjudeild kvenna er liðin mættust á Kaplakrikavelli í kvöld en á sama tíma vann Víkingur R. 2-0 sigur á Fjölni í Grafarvogi.

FH og Tindastóll voru hlið við með 19 stig fyrir leikinn í kvöld og mátti því búast við hörkuleik.

Hugrún Pálsdóttir tók forystuna fyrir gestina á 22. mínútu. Hugrún fékk boltann frá Murielle Tiernan, fór á milli varnarmanna og afgreiddi boltann snyrtilega í markið.

Hún var ekki langt frá því að bæta við öðru marki stuttu síðar er hún stangaði fyrirgjöf Murielle á markið en Fanney Inga Birkisdóttir sá við henni í markinu.

Telma Hjaltalín Þrastardóttir gat jafnað leikinn undir lok fyrri hálfleiks er hún var komin ein á móti markverði en skot hennar fór framhjá markinu.

Amber Kristin Michel, markvörður Tindastóls, stóð í ströngu í síðari hálfleiknum og varði nokkrum sinnum vel en gat ekki komið í veg fyrir jöfnunarmark Telmu á 83. mínútu. Telma átti skot sem fór af varnarmanni og í netið. Svekkjandi fyrir Tindastól.

Lokatölur 1-1 í þessum toppslag en bæði lið eru með 20 stig eftir þessa umferð. FH heldur toppsætinu með betri markatölu.

Grindavík og Fylkir gerðu þá markalaust jafntefli í Grindavík á meðan Víkingur R. vann Fjölni 2-0.

Sigdís Eva Bárðardóttir gerði bæði mörk Víkings en hún kom ekki inn í leikinn fyrr en á 66. mínútu er staðan var markalaus. Sigdís skoraði sjö mínútum síðar með góðu skoti á fjærstönginni áður en hún gerði annað markið rúmum ellefu mínútum síðar með góðu skoti rétt fyrir utan teig og út við stöng,

Frábær innkoma hjá Sigdísi sem náði í þessi þrjú stig fyrir Víking og er liðið nú í 3. sæti með 19 stig, stigi á eftir toppliðunum.

Úrslit og markaskorarar:

FH 1 - 1 Tindastóll
0-1 Hugrún Pálsdóttir ('22 )
1-1 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('83 )
Lestu um leikinn

Fjölnir 0 - 2 Víkingur R.
0-1 Sigdís Eva Bárðardóttir ('73 )
0-2 Sigdís Eva Bárðardóttir ('84 )
Lestu um leikinn

Grindavík 0 - 0 Fylkir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner