Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 14:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd horfir aftur til Tielemans og undirbýr tilboð í Martínez
Youri Tielemans.
Youri Tielemans.
Mynd: EPA
Manchester United reynir að styrkja miðsvæði sitt og er farið að horfa að nýju til Youri Tielemans, leikmanns Leicester, sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.

Öll orka United að undanförnu hefur farið í að reyna að fá Frenkie de Jong frá Barcelona en nú þegar er sagt að samkomulag sé nánast í höfn þá ku Erik ten Hag horfa til Tielemans, samkvæmt Mirror.

Tielemans, sem er 25 ára belgískur landsliðsmaður, hefur verið algjör lykilmaður hjá Leicester og vill takast á við nýja áskorun á sínum ferli.

Christian Eriksen er annar leikmaður sem hefur verið orðaður við Manchester United.

Undirbúa tilboð í Martínez
En Ten Hag er ekki bara að hugsa um miðjuna. TalkSport segir að United undirbúi 40 milljóna punda tilboð í Lisandro Martínez, varnarmann Ajax.

Ten Hag vann með Martínez í þrjú ár í Amsterdam. Arsenal er einnig að vinna í því að reyna að fá leikmanninn og hefur gert þriðja tilboð sitt í leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner