Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 29. ágúst 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sao Paulo fær 20 prósent af sölunni á Antony
Antony
Antony
Mynd: Getty Images
Brasilíska félagið Sao Paulo mun fá 20 prósent af sölu Ajax á Antony en þetta kemur fram í Goal í Brasilíu.

Manchester United hefur náð samkomulagi við Ajax um kaup á Antony en enska félagið greiðir um 85 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Samkomulag náðist í gær og mun hann skrifa undir fimm ára samning eftir að hann hefur staðist læknisskoðun. Félagið á möguleika á að framlengja samninginn um ár til viðbótar.

Umboðsmaður Antony hefur svo gott sem staðfest félagaskiptin á Instagram-síðu sinni og því tímaspursmál hvenær félagið kynnir leikmanninn.

Goal í Brasilíu greinir frá því að brasilíska félagið Sao Paulo fái 20 prósent af sölunni og mun því þéna 16,7 milljónir punda, en hann kom til Ajax frá Sao Paulo fyrir tveimur árum síðan og var þá klásúlunni komið fyrir í kaupsamningnum.


Athugasemdir
banner
banner