Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 29. ágúst 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Victor elskaður af stuðningsmönnum - Fór upp að þeim eftir stórt tap
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson hefur komið inn með látum hjá DC United í Bandaríkjunum.

Hann kom til liðsins á dögunum frá Schalke í Þýskalandi þar sem hann var fyrirliði þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild.

Goðsögnin Wayne Rooney tók við DC United á dögunum en hann lék sjálfur með liðinu undir lok ferilsins. Rooney hefur nú þegar talað býsna vel um Victor og þau áhrif sem hann hefur haft á hópinn.

Victor er nú þegar kominn í mikið uppáhald hjá stuðningsmönnum félagsins.

DC United hefur átt erfitt tímabil og tapaði 6-0 gegn Philadelphia Union á dögunum. Eftir þann leik fór Victor upp að stuðningsmönnum og baðst afsökunar.

„Allir í liðinu þurfa að taka fokking ábyrgð. Þannig er það bara. Þetta er ekki ásættanlegt. Ég skammast mín að vera fyrirliði í dag. Þetta er einn af mínum verstu dögum á ferlinum," sagði Victor.

Það er spurning hvort hann verði mættur aftur í landsliðið fyrir leikinn gegn Albaníu í næsta mánuði en hann hefur ekki gefið kost á sér í síðustu verkefni. Hann er akkúrat sú leiðtogatýpa sem vantar í landsliðið núna.




Athugasemdir
banner
banner