Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 29. september 2020 09:00
Aksentije Milisic
Keane: Solskjær verður rekinn ef hann nær ekki topp fjórum
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, verði rekinn nái hann ekki einu af fjóru efstu sætunum á þessu tímabili.

United spilaði ekki vel og var heppið að ná að knýja fram sigur gegn Brighton um síðustu helgi þar sem Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnu eftir að búið hafi verið að flauta til leiksloka.

Man Utd tapaði gegn Crystal Palace í fyrsta deildarleiknum þeirra og segir Keane að viðvörunarbjöllur séu strax byrjaðar að hringja á Old Trafford.

„Ef United styrkir ekki leikmannahóp sinn á næstu sjö dögum, þá er erfitt tímabil framundan. Á síðasta tímabili var markmiðið topp fjórir en núna verður liðið að komast nær Liverpool og Manchester City," sagði Keane.

„Stigafjöldinn getur ekki verið sá sami og hann hefur verið síðustu ár. Ole verður að vinna titil, hveitibrauðsdagarnir eru búnir hjá honum. Pressan mun einungis aukast núna, sérstaklega liðið heldur áfram að spila eins og það hefur verið að gera."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner