De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   fös 29. september 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sigurjón framlengir í Njarðvík
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Sigurjón Már Markússon hefur framlengt samning sinn við Njarðvík til ársins 2025.


Sigurjón er 25 ára gamall miðvörður. Hann gekk til liðs við félagið frá Haukum sumarið 2022 og spilaði 16 leiki fyrir félagið þegar það tryggði sér sigur í 2. deildinni.

Hann kom við sögu í öllum leikjunum í sumar þegar liðið hélt sæti sínu í Lengjudeildinni.

„Það er mikið gleðiefni að halda Sigurjóni áfram í herbúðum Njarðvíkur og óskar Knattspyrnudeildin Sigurjóni til hamingju með nýja samninginn," segir í tilkynningunni frá Njarðvík.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner