Amorim samþykkir að taka við Man Utd - Arsenal íhugar að gera tilboð í Mbeumo - Liverpool vill Murillo
banner
   þri 29. október 2024 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Sonur Eto'o skoraði í frumraun sinni - Perez fór hamförum
Ayoze Perez (f.m) skoraði þrennu og lagði upp tvö
Ayoze Perez (f.m) skoraði þrennu og lagði upp tvö
Mynd: Getty Images
Fjögur lið úr La Liga komust áfram í aðra umfer spænska konungsbikarsins í kvöld.

Etienne Eto'o, 22 ára gamall sonur kamerúnsku goðsagnarinnar Samuel Eto'o, skoraði fimmta og síðasta mark Rayo Vallecano í 5-0 sigri á Villamuriel.

Etienne var að þreyta frumraun sína með Vallecano en hann kom inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var eftir og skoraði nokkrum mínútum síðar.

Ayoze Perez átti stórleik í 6-1 stórsigri Villarreal á Poblense. Perez skoraði þrennu í leiknum og gaf tvær stoðsendingar er Villarreal flaug áfram í næstu umferð.

Perez, sem er 31 árs gamall, hefur skorað 10 mörk og gefið tvær stoðsendingar í níu leikjum í deild- og bikar á þessari leiktíð.

Deportivo Alaves og Real Valladolid komust einnig áfram en Valladolid vann 4-1 sigur á Astur og þá marði Alaves sigur á Compostela, 1-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner