Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 29. nóvember 2022 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Allegri verður áfram hjá Juventus
Mynd: EPA

John Elkann, eigandi Juventus, hefur staðfest að Massimiliano Allegri þjálfari muni ekki yfirgefa félagið í kjölfarið af uppsögn stjórnar félagsins.


Andrea Agnelli, forseti Juventus, sagði af sér ásamt Pavel Nedved og öllum öðrum stjórnarmönnum félagsins. Þeir eru undir rannsókn fyrir fjársvik.

„Allegri er lykilþáttur í áformum okkar hérna hjá Juventus. Hann hefur unnið áður og við treystum honum til að vinna á ný," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Juventus.

Stjórnin sagði af sér eftir fjársvikaskandalinn en var líklegast á leið brott hvort sem er. Juve hefur tapað miklum pening á undanförnum árum án þess að hafa náð neinum verulegum árangri innan vallar. Félagið hefur hnignað, það er komið afturúr öðrum félögum og er ekki talið líklegt til að berjast um Ítalíumeistaratitilinn í vor.


Athugasemdir
banner
banner
banner