Kvennalandsliðið leikur vináttulandsleik gegn Kanada á Pinatar vellinum á Spáni. Leikurinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Leikurinn verður sýndur beint á Síminn Sport 2 ásamt því að leikurinn er aðgengilegur á Núllrásinni (rás 0 í kerfi Sjónvarps Símans) og á KSÍ TV í Sjónvarpi Símans.
Leikurinn verður sýndur beint á Síminn Sport 2 ásamt því að leikurinn er aðgengilegur á Núllrásinni (rás 0 í kerfi Sjónvarps Símans) og á KSÍ TV í Sjónvarpi Símans.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 0 Kanada
„Staðan er góð. Það eru allar heilar og klárar og ekki yfir neinu að kvarta. Kanada er virkilega gott lið sem sýndi það á Ólympíuleikunum í sumar hversu góðar þær eru. Það verður hörkuleikur og við verðum að eiga góðan leik til að vinna þær. Það er að sjálfsögðu markmiðið okkar, við förum í þennan leik til að vinna," sagði Þorsteinn Halldórsson í viðtali fyrir leik en hann ætlar að dreifa spiltímanum.
„Í grunninn verður þetta mjög svipað og við gerðum í Bandaríkjunum. Það verður skipt á milli leikja og við leggjum upp með að engin spili 90 mínútur í báðum leikjum. Það verður talsvert breytt milli leikja."
Byrjunarlið Ísland:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
5. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Selma Sól Magnúsdóttir
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
16. Hildur Antonsdóttir
18. Guðrún Arnardóttir
19. Sædís Rún Heiðarsdóttir
22. Amanda Andradóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir
Byrjunarlið Kanada:
18. Sabrina D'Angelo (m)
4. Shelina Zadorsky
7. Julia Grosso
8. Jayde Riviere
10. Ashley Lawrence
13. Simi Awujo
14. Vanessa Gilles
15. Nichelle Prince
16. Janine Beckie
19. Adriana Leon
26. Marie-Yasmine Alidou
Athugasemdir