Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porro æstur í að fara og sleppti því að mæta á æfingu
Pedro Porro.
Pedro Porro.
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Pedro Porro tók ekki þátt í æfingu hjá Sporting Lissabon í dag.

Leikmaðurinn er í molum eftir að Sporting ákvað allt í einu að hætta við að samþykkja tilboð frá Tottenham. Porro virtist vera á leið til Spurs en svo ákvað Sporting að hætta við að samþykkja tilboðið.

Porro fékk þau skilaboð eftir úrslitaleik í deildabikarnum í Portúgal á laugardag að hann mætti fara, en svo flæktist málið á viðræðustiginu.

Ekki er búið að útiloka að kaupin gangi eftir en það er skammur tími til stefnu. Leikmaðurinn sjálfur er æstur í það að komast yfir til Tottenham og æfði ekki í dag.

Talið er að Sporting sé að reyna að fá Hector Bellerin frá Barcelona til þess að reyna að fylla í skarðið sem Porro skilur eftir sig ef hann verður seldur til Tottenham.

Ef Porro fer þá verður kaupverðið um 40 milljónir punda, nálægt riftunarverðinu í samningi hans.
Enski boltinn - Óvænt skipti og slúðursögur fyrir gluggadag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner