Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 30. maí 2020 12:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
ÍA hafnaði tilboði frá Val í Tryggva Hrafn
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Tryggvi Hrafn Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hafnaði tilboði frá Val í sóknarmanninn Tryggva Hrafn Haraldsson samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Þetta sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977, en þátturinn stendur núna yfir.

Þessi 23 ára leikmaður var valinn besti leikmaður fyrsta þriðjungs Pepsi Max-deildarinnar í fyrra og er hann eftirsóttur núna, en ljóst er að Skagamenn vilja alls ekki sleppa Tryggva sem er lykilmaður í liðinu.

Elvar Geir segir að tilboð Valsmanna hafi hljóðað upp á 3 milljónir króna og vinstri bakvörðinn Ívar Örn Jónsson. Skagamenn seldu Hörð Inga Gunnarsson, sem lék í vinstri bakverði hjá ÍA í fyrra, til FH í vikunni.

„Þetta er klókt tilboð, en Skaginn vill halda í Tryggva Hrafn og þeir sagði nei," sagði Elvar Geir og bætti við: „Þeir eru alls ekki eina liðið sem vill fá Tryggva Hrafn Haraldsson."
Pepsi Max hringborð - Umræður eftir æfingaleikjaviku
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner