
Þórsarar eiga fyrir höndum tvo leiki á næstu dögum. Fyrst er það heimaleikur á föstudaginn gegn Ægi í Lengjudeildinni og svo tekur við leikur gegn ríkjandi bikarmeistunum í Víkingi Reykjavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Leikurinn gegn Víkingi fer fram á mánudag og er einnig heimaleikur Þórs.
Leikurinn gegn Víkingi fer fram á mánudag og er einnig heimaleikur Þórs.
Þórsarar urðu fyrir áfalli í leiknum gegn Fjölni, ekki bara að tapa leiknum 6-0, heldur meiddust þrír leikmenn í leiknum.
Í fyrri hálfleik meiddist Marc Rochester Sörensen, danskur sóknarsinnaður miðjumaður sem Þór fékk frá Öster í vetur. Kristján Atli Marteinsson þurfti frá að hverfa í hálfleik eftir að hafa fengið höfuðhögg og svo meiddist Valdimar Daði Sævarsson í seinni hálfleiknum. Allir munu þeir missa af næstu tveimur leikjum liðsins hið minnsta.
Í leiknum á undan meiddist Ýmir Már Geirsson og mun hann einnig missa af leikjunum tveimur.
Það eru þó ekki eingöngu fréttir af Þórsurum sem voru að meiðast því Alexander Már Þorláksson sneri aftur eftir höfuðhögg í leiknum gegn Fjölni, Fannar Daði Malmquist Gíslason fékk mínútur og þá er Kristófer Kristjánsson að koma til baka.
Athugasemdir