Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   fim 30. júní 2016 09:29
Magnús Már Einarsson
Annecy
Raggi Sig: Vitum alveg hvað við erum að gera
Icelandair
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa verið mjög öflugir saman í vörn Íslands.
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa verið mjög öflugir saman í vörn Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, var mættur í viðtal fyrir æfingu í Annecy í dag. Hann segir mikið hafa gengið á eftir sigurinn á Englandi á mánudag.

„Þetta hefur verið mjög viðburðaríkt og það er mikið búið að vera í gangi eftir leikinn. Það er mikið af fólki sem vill tala við okkur og spyrja spurninga," sagði Ragnar við íslenska fjölmiðla.

Ragnar hefur farið á kostum á EM og hann var spurður að því hvort að hann sé að spila sinn besta fótbolta á ferlinum að sínu mati. „Getur maður ekki sagt það? Þetta er rosalega stórt svið hérna. Það spilar inn í hvað manni finnst um eigin frammistöðu."

Ragnar og Kári Árnason hafa verið frábærir í hjarta varnarinnar á mótinu. Ragnar talaði um samvinnu þeirra. „Hún er frábær eins og hún hefur verið síðustu 4-5 árin. Hún verður bara betri og betri."

Væri snilld að fara í félagslið með Kára
Ragnar er líklega á förum frá Krasnodar eftir EM en gætu hann og Kári farið í sama lið? „Þetta virkar ekki þannig. Það væri snilld að við gætum farið eitthvað saman en það er sjaldan sem það gerist í fótboltanum."

Ragnar segir að leikmenn íslenska liðsins hafi náð að halda sér niðri á jörðinni eftir sigurinn magnaða á Englandi. „Við erum búnir að vera í þessum winning pakka í 4-5 ár og við vitum alveg hvað við erum að gera," sagði Ragnar.

„Auðvitað erum við í skýjunum með þennan árangur en við reynum okkar besta til að halda okkur á jörðinni og mér finnst við vera búnir að gera það."

Svipað gegn Frökkum og Englandi
Næsti leikur Íslands er gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum í París á sunnudagskvöldið.„Ég hugsa að þetta verði svipaður leikur á móti Englendingunum. Við verðum underdogs og þurfum að sanna mikið. Ég tel að þetta sé mjög svipuð fótboltalið," sagði Raggi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner