fim 30. júní 2022 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bitton farinn frá Celtic eftir níu ár (Staðfest) - Bernabei kominn frá Argentínu
Mynd: Celtic

Það er nóg um að vera innan herbúða Celtic um þessar mundir þar sem miðjumaðurinn Nir Bitton ákvað að yfirgefa félagið á frjálsri sölu eftir níu ára dvöl.


Bitton spilaði í kringum 250 keppnisleiki með Celtic og vill prófa nýja áskorun. Hann ætlar að flytja aftur heim til Ísrael og spila fyrir Maccabi Tel Aviv.

Celtic bauð hinum þrítuga Bitton nýjan samning en hann valdi frekar að skrifa undir tveggja ára samning við Maccabi. Bitton á 39 leiki að baki fyrir ísraelska landsliðið.

Þá er bakvörðurinn Alexandro Bernabei kominn frá Argentínumeisturum Lanus og búinn að skrifa undir fimm ára samning.

Bernabei er fyrsti Argentínumaðurinn til að ganga í raðir Celtic en hann er aðeins 21 árs gamall og kostar 4 milljónir punda.

Bernabei á eftir að fá leikheimild.

Þá má einnig greina frá því að Christopher Jullien fer ekki til Schalke. Hann flaug til Þýskalands en náði ekki samkomulagi við félagið og er því á leið aftur til Glasgow.


Athugasemdir
banner
banner