Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 30. júlí 2022 05:55
Elvar Geir Magnússon
EM um helgina - Úrslitaleikur á Wembley á morgun
Það er spennandi úrslitaleikur framundan.
Það er spennandi úrslitaleikur framundan.
Mynd: EPA
Á morgun sunnudag er komið að úrslitaleiknum sjálfum á EM kvenna á Englandi. Heimakonur taka á móti Þýskalandi á Wembley. Leikurinn hefst klukkan 16 og er sýndur beint á RÚV.

Það er uppselt á leikinn, 88 þúsund áhorfendur og flestir þeirra verða á bandi Englands.

Ensku ljónynjurnar hafa spilað nítján leiki í röð undir stjórn hinnar hollensku Sarinu Wiegman án þess að bíða ósigur. Hún er ríkjandi Evrópumeistari eftir að hafa stýrt heimajóð sinni til sigurs í keppninni 2017.

Martina Voss-Tecklenburg stýrir þýska liðinu og vonast til að skemma partíið fyrir heimakonum. Þýskaland lagði hið öfluga lið Frakklands í undanúrslitum keppninnar.

Úrslitaleikur EM kvenna á sunnudag
16:00 England - Þýskaland (Wembley)
Athugasemdir
banner
banner
banner