Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 30. júlí 2022 05:55
Elvar Geir Magnússon
England í dag - Man City og Liverpool leika um skjöldinn
Erling Haaland, sóknarmaður Manchester City.
Erling Haaland, sóknarmaður Manchester City.
Mynd: Getty Images
Darwin Nunez fær faðmlag frá Jurgen Klopp.
Darwin Nunez fær faðmlag frá Jurgen Klopp.
Mynd: EPA
Í dag klukkan 16 leika Englandsmeistarar Manchester City gegn bikarmeisturum Liverpool í hinum árlega leik um Samfélagsskjöldinn. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Leikurinn fer fram á King Power vellinum, heimavelli Leicester. Þess má geta að Leicester er ríkjandi Skjaldarmeistari eftir að hafa unnið þennan leik í fyrra.

City og Liverpool eru án nokkurs vafa tvö bestu lið Englands og tvö af bestu fótboltaliðum heims. Bæði lið skarta nýjum sóknarmönnum, City hefur fengið Erling Haaland og Liverpool opnaði veskið fyrir Darwin Nunez.

Diogo Jota og Alisson Becker verða ekki með Liverpool og þá eru Alex Oxlade-Chamberlain og Konstantinos Tsimikas tæpir. Í liði Man City eru miðverðirnir Joan Laporta og Ruben Dias tæpir.

Samfélagsskjöldurinn
16:00 Manchester City - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)

Leikir dagsins í Championship-deildinni
14:00 Wigan - Preston NE
14:00 Rotherham - Swansea
14:00 Millwall - Stoke City
14:00 Luton - Birmingham
14:00 Cardiff City - Norwich
14:00 Blackpool - Reading
14:00 Blackburn - QPR
14:00 Hull City - Bristol City
16:30 Middlesbrough - West Brom
Athugasemdir
banner
banner
banner