Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 30. ágúst 2020 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirlýsing frá La Liga: Messi kostar 700 milljónir
Mynd: Getty Images
Dramatíkin heldur áfram í máli Lionel Messi sem vill ólmur yfirgefa Barcelona, félagið sem hann hefur spilað fyrir allan ferilinn.

Messi neitaði að mæta í mótefnamælingu í dag og getur því ekki byrjað að æfa með liðinu á morgun vegna reglugerðar í sambandi við Covid-19.

Messi heimtar að fara frítt frá Barca en félagið hefur engan áhuga á að leyfa honum að fara. Í samningi hans er söluákvæði sem hljóðar uppá 700 milljónir evra og er hann aðeins falur fyrir þá upphæð eins og staðan er í dag.

„La Liga mun ekki leyfa Lionel Messi að skipta um félag nema söluákvæði leikmannsins verði borgað upp," segir meðal annars í yfirlýsingu frá stjórn spænsku deildarinnar, La Liga.

La Liga verður að heimila félagaskiptin til að leikmaðurinn geti fært sig löglega um set.
Athugasemdir
banner
banner
banner