Shakhtar Donetsk hafnaði 30 milljón evra tilboði Everton í kantmanninn efnilega Mykhaylo Mudryk.
Mudryk er 21 árs gamall kantmaður sem var lykilmaður upp yngri landslið Úkraínu og á fimm A-landsleiki að baki.
Fabrizio Romano greinir frá því að mörg félög hafi áhuga á Mudryk og að Arsenal sé þar á meðal.
Mudryk er vinstri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað á hægri kanti eða sem sóknartengiliður.
Hann hefur skorað tvö mörk og gefið tíu stoðsendingar í 28 leikjum með Shakhtar Donetsk.
Athugasemdir