Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   mið 30. ágúst 2023 09:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ágúst Orri til Genoa (Staðfest)
Ágúst Orri eftir að skrifað var undir á þriðjudagskvöld. Með honum á myndinnu eru Marcel Klos sem er tæknistjóri Genoa og Ólafur Garðarsson sem er umboðsmaður Ágústs.
Ágúst Orri eftir að skrifað var undir á þriðjudagskvöld. Með honum á myndinnu eru Marcel Klos sem er tæknistjóri Genoa og Ólafur Garðarsson sem er umboðsmaður Ágústs.
Mynd: Genoa
Ágúst Orri Þorsteinsson er búinn að gangast undir læknisskoðun og skrifa undir þriggja ára samning við ítalska félagið Genoa sem kaupir hann frá Breiðabliki.

Ágúst er átján ára vængmaður, fæddur árið 2005, sem hefur fengið hlutverk í liði Breiðabliks í sumar.

Hann er U19 landsliðsmaður og er í hópnum fyrir komandi landsliðsverkefni í Slóveníu.

Ágúst var keyptur til Malmö fyrir tímabilið 2022 en sneri aftur í Breiðablik í upphafi árs. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net greiðir Genoa umtalsvert hærri upphæð fyrir Ágúst en Malmö gerði fyrir sautján mánuðum síðan.

Alls kom Ágúst við sögu í fjórtán leikjum með Breiðabliki á tímabilinu, byrjaði níu þeirra og kom fimm sinnum inn á. Hann skoraði eitt mark, seinna markið í bikarsigri gegn Fjölni.

Hann á að baki fimmtán unglingalandsleiki og í þeim hefur hann skoraði eitt mark. Það kom gegn Spáni á EM í sumar.

Hjá Genoa hittir Ágúst fyrir Albert Guðmundsson sem hefur verið orðaður við Napoli síðustu daga.
Athugasemdir
banner
banner