mið 30. september 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Neville segir að glugginn hjá Man Utd hafi verið hörmulegur
Mynd: Getty Images
Gary Neville segir að félagaskiptaglugginn hjá sínum mönnum í Manchester United hafi hreinlega verið hörmulegur.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, vill bæta inn í hóp sinn áður en glugganum verður lokað á mánudag og vonast enn til þess að geta fengið Jadon Sancho frá Borussia Dortmund.

Ousmane Dembele hefur einnig verið orðaður við United og vinstri bakvörðurinn Alex Telles er líklegur til að koma frá Porto.

„Það er afleitt að United hafi ekki gert meira á markaðnum, í glugga sem á vera sá auðveldasti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að ganga frá kaupum," segir Neville.

„Ole verður að fá miðvörð, vinstri bakvörð og framherja fyrir gluggalok. Önnur félög eru að klára sínar styrkingar, af hverju ekki United? Félagið hefur þurft að fylla upp í þessar stöður í tólf mánuði."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner