Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. október 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
Guardiola: Ótrúleg kaup í Walker
Mynd: Getty Images
Kyle Walker mun spila sinn hundraðasta leik fyrir Manchester City þegar liðið mætir gömlu félögum hans í Sheffield United um helgina.

Hinn þrítugi Walker hóf meistaraflokksferil sinn hjá Sheffield United en hann fór frá Tottenham til Manchester City á 45 milljónir punda árið 2017.

„Kaupin á Kyle hafa reynst ótrúleg," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, á fréttamannafundi í dag.

„Ég vil þakka félaginu fyrir að koma með hann hingað. Topp leikmennirnir í dag eru þeir sem geta spilað á þriggja daga fresti. Kyle er dæmi um það."

,.Hann er einn af fyrirliðum okkar. Hann er svo mikilvægur í búningsklefanum."

Athugasemdir
banner
banner
banner