Sara Björk Gunnarsdóttir fékk fimm rétta þegar hún spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
Þorlákur Árnason, yfirmaður knattspyrnumála í Hong Kong, spáir í leikina að þessu sinni.
Þorlákur Árnason, yfirmaður knattspyrnumála í Hong Kong, spáir í leikina að þessu sinni.
Wolves 1 - 2 Crystal Palace (20:00 í kvöld)
Úlfarnir eru ekki eins skemmtilegir eins og í fyrra og Palace er ólíkindatól. Palace vinnur 2-1 og hljóta að fá víti í leiknum.
Sheffield United 1 - 3 Manchester City (12:30 á morgun)
Sheffield verður í brasi í vetur en spiluðu ágætlega gegn Liverpool um daginn. Eigum við ekki að segja að penninn vinni sverðið.
Burnley 1 - 2 Chelsea (15:00 á morgun)
Ég held einungis með Burnley þegar Jói Berg spilar. Chelsea er ennþá óstöðugt en ættu að verða betri og betri eftir sem líður á mótið. Skrappy leikur en gæðin meiri hjá Chelsea.
Liverpool 3 - 1 West Ham (17:30 á morgun)
Liverpool ekki sama lið og í fyrra en engu að síður sterkir. West Ham án Antonio er eins og Halli án Ladda.
Aston Villa 1 - 1 Southampton (12:00 á morgun)
Tvö lið sem hafa komið á óvart í upphafi móts. Grealish minnir mig á George Best og leggur upp jöfnunarmarkið með no look pass.
Newcastle 1 - 2 Everton (14:00 á sunnudag)
Newcastle án stuðnings á heimavelli veldur mér hryllingi. Everton komið með meir breidd og stjóra sem heldur coolinu. Gylfi skorar ljótt sigurmark.
Manchester United 2 - 1 Arsenal (16:30 á sunnudag)
Tvö gríðarlega sveiflukennd lið sem þurfa sigur ef þau ætla að berjast um toppsætin. Opinn og skemmtilegur leikur þar sem Bruno Fernandes verður maður leiksins
Tottenham 3 - 0 Brighton (19:15 á sunnudag)
Ég held að Tottenham muni koma á óvart í vetur og berjast um titillinn. Það er einhver ára yfir liðinu núna. Minn maður Son Heung Min verður með stullu og mark.
Fulham 0 - 1 WBA (17:30 á mánudag)
Best klæddi þjálfari deildarinnar Scott Parker mun tapa fyrir Slaven Bilic í taktískum leik. Króatinn mun kveikja í vindli í búningsklefanum eftir leik ásamt entourage genginu sínu.
Leeds 2 - 1 Leicester (20:00 á mánudag)
Maður heldur pínu með Leeds í vetur enda með Bielsa í brúnni. Leicester koma þreyttir inn í leikinn eftir Evrópu og ná aldrei að klukka spræka Leedsara.
Fyrri spámenn
Sóli Hólm - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 20 | 15 | 3 | 2 | 40 | 14 | +26 | 48 |
| 2 | Man City | 20 | 13 | 3 | 4 | 44 | 18 | +26 | 42 |
| 3 | Aston Villa | 20 | 13 | 3 | 4 | 33 | 24 | +9 | 42 |
| 4 | Liverpool | 20 | 10 | 4 | 6 | 32 | 28 | +4 | 34 |
| 5 | Chelsea | 20 | 8 | 7 | 5 | 33 | 22 | +11 | 31 |
| 6 | Man Utd | 20 | 8 | 7 | 5 | 34 | 30 | +4 | 31 |
| 7 | Brentford | 20 | 9 | 3 | 8 | 32 | 28 | +4 | 30 |
| 8 | Sunderland | 20 | 7 | 9 | 4 | 21 | 19 | +2 | 30 |
| 9 | Newcastle | 20 | 8 | 5 | 7 | 28 | 24 | +4 | 29 |
| 10 | Brighton | 20 | 7 | 7 | 6 | 30 | 27 | +3 | 28 |
| 11 | Fulham | 20 | 8 | 4 | 8 | 28 | 29 | -1 | 28 |
| 12 | Everton | 20 | 8 | 4 | 8 | 22 | 24 | -2 | 28 |
| 13 | Tottenham | 20 | 7 | 6 | 7 | 28 | 24 | +4 | 27 |
| 14 | Crystal Palace | 20 | 7 | 6 | 7 | 22 | 23 | -1 | 27 |
| 15 | Bournemouth | 20 | 5 | 8 | 7 | 31 | 38 | -7 | 23 |
| 16 | Leeds | 20 | 5 | 7 | 8 | 26 | 33 | -7 | 22 |
| 17 | Nott. Forest | 21 | 6 | 3 | 12 | 21 | 34 | -13 | 21 |
| 18 | West Ham | 21 | 3 | 5 | 13 | 22 | 43 | -21 | 14 |
| 19 | Burnley | 20 | 3 | 3 | 14 | 20 | 39 | -19 | 12 |
| 20 | Wolves | 20 | 1 | 3 | 16 | 14 | 40 | -26 | 6 |
Athugasemdir



