Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Steindi Jr. spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Steindi Jr í Eurogarðinum.
Steindi Jr í Eurogarðinum.
Mynd: Úr einkasafni
Andy Carroll mun fara á kostum í 9-0 sigri Newcastle samkvæmt spá Steinda.
Andy Carroll mun fara á kostum í 9-0 sigri Newcastle samkvæmt spá Steinda.
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy fær rautt samkvæmt spá Steinda.
Jamie Vardy fær rautt samkvæmt spá Steinda.
Mynd: Getty Images
Liverpool vinnur Arsenal samkvæmt spá Steinda.
Liverpool vinnur Arsenal samkvæmt spá Steinda.
Mynd: Getty Images
Sölvi Tryggvason var með fimm rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Steindi Jr. spáir í leikina að þessu sinni en hann er einn af leikurunum í Eurogarðinum sem hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn.

Eurogarðurinn er ný sjónvarpsþáttasería sem fjallar um starfsfólk húsdýragarðsins og drykkfelldan braskara með vafasaman viðskiptaferil sem kaupir húsdýragarðinn og ætlar að breyta honum í einn stærsta skemmtigarð Evrópu. Þættirnir eru átta talsins en fyrstu tveir verða sýndir á sunnudag.

Steindi er getspakur en hann var með átta rétta þegar hann spáði síðast í leikina í enska boltanum. Þá spáði hann rétt fyrir um 5-0 sigur Manchester City á Liverpool árið 2017.



Brighton 1 - 0 Manchester United (11:30 á laugardag)
Ég veit að kollegum mínum í FM95 Blö mun sárna þessi spá, finna næstu lausu dýnu og leggjast út af í smá. Ég veit að þetta eru þungar fréttir en því miður er þetta í höndunum á kallinum á efri hæðinni og svona eru örlög United þessa vikuna. Annars velti ég því fyrir mér hvort Ole Gunnar ætti ekki að flytja í fjallakofa og hætta að angra fólk, með fullri virðingu fyrir honum.

Crystal Palace 1 - 2 Everton (14:00 á laugardag)
Ég hef eytt meiri tíma í Gulaginu með Gylfa Sig en nokkur í heiminum. Við spilum saman Call of duty nokkrum sinnum í viku og förum ítarlega yfir stöðuna. Það er enginn sigur jafn öruggur og þessi á seðlinum þessa vikuna. Ég hef sjaldan vitað um liðið í jafnmiklum gír. Gylfi skorar eitt og leggur upp hitt.

WBA 0 - 3 Chelsea (16:30 á laugardag)
Chelsea opnuðu veskið upp á gátt í sumar og eins og allir fellow gamblers vita 'You have to spend money to make money'. Kepa hefur verið götóttur eins og ostur í markinu, úreltur og myglaður. Nýr markmaður, nýir tímar.

Burnley 1 - 0 Southampton (19:00 á laugardag)
Því miður er Jói Berg meiddur og fær því að slaka á í stúkunni emð sígó og pönnsu. Liðið hans stígur upp og klárar í þetta í mjög leiðinlegum leik.

Sheffield United 2 - 4 Leeds (11:00 á sunnudag)
Fyrir utan Newcastle hef ég alltaf haft taugar til Leeds. Ég er grjótharður Gordon Strachan maður, þó fáir viti af því. Þetta er lið Harmageddon manna. Ég hef alltaf treyst Mána í einu og öllu. Við settumst niður fyrir leik og fórum vel yfir stöðuna. Þetta er eins og öruggt og það verður.

Tottenham 0 - 9 Newcastle (13:00 á sunnudag)
Ef fólk heldur virkilega að við Newcastle menn þurfum á peningamanni frá Sádi-Arabíu að halda til að verða meistarar, þá er það mikill misskilningur. Það vita allir dyggir stuðningsmenn Newcastle. Það er vissulega skellur að Allan Saint-Maximin sé meiddur og líklega á bekknum en Andy Carroll, sem er fyllibytta og gambler, mun stíga upp og klára þennan leik fyrir okkur. Þetta er 9-0 sigur svo það má búast við Alan Shearer á fremsta bekk og það er ekki ólíklegt að Andy Cole mæti með honum til að verða vitni að herlegheitunum. Þeir eru Newcastle legends og eru einu áhorfendurnir sem mega koma á völlinn. Tottenham go home in a bodybag!

Manchester City 3 - 1 Leicester (15:30 á sunnudag)
Jamie Vardy er þekktur fyrir að þamba fjóra Red bull fyrir hádegi eins og vinur minni Gústi guns. Öfugt við vin minn þá fer þetta hrikalega í skapið á honum og það mun heldur betur koma niður á leiknum. Hann fær rautt í fyrri hálfleik fyrir grófa tæklingu. Það mun kosta liðið mikið. City mun brjóta þá hægt og rólega niður og sigla þremur stigum öruggt í hús.

West Ham 0 - 2 Wolves (18:00 á sunnudag)
Wolves var að fá tíunda Portúgalann í liðið sitt þannig að tæknilega séð er West Ham að mæta portúgalska landsliðinu. Svo er ekki að hjálpa Hömrunum að þrír séu Covid smitaðir. Hvort liðið mynduð þið velja? Portúgalska landsliðið eða lið Covid-smitaðra?

Fulham 0 - 0 Aston Villa (17:00 á mánudag)
Þetta verður strangheiðarlegur leikur. Þetta verður fínn leikur þrátt fyrir jafntefli og mikið af dauðafærum en allt kemur fyrir ekki. Bæði lið halda áfram að vera jafn ömurleg í neðstu sætunum. Mín vegna mættu þessi lið fara. Svo má spyrja sig hvort að það megi ekki fækka liðum í úrvalsdeildinni. Þetta er eini leikurinn sem ég ætla ekki að horfa á um helgina.

Liverpool 2 - 1 Arsenal (20:00 á mánudag)
Félagi minn Svanþór Einarsson, fasteignasali í Mosfellsbæ, er einn stærsti Liverpool aðdáandi landsins ásamt formanninum Sóla Hólm. Svanþór iðar eins og krakki með njálg eftir að sjá sína menn spila. Þetta verður eins og göngutúr í garðinum fyrir Liverpool menn, skítlétt. Leikurinn er á mánudegi en það mun ekki stoppa stuðningsmenn eins og Svanna að sturta vel í sig. Hann getur þakkað fyrir það siðar.

Fyrri spámenn
Sóli Hólm - 6 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Athugasemdir
banner
banner
banner