Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. janúar 2020 20:48
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Samkomulag náðist milli Man Utd og Ighalo
Ighalo fór með Nígeríu á HM í Rússlandi og kom inn af bekknum í 2-0 sigri gegn Íslandi.
Ighalo fór með Nígeríu á HM í Rússlandi og kom inn af bekknum í 2-0 sigri gegn Íslandi.
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Manchester United er búið að ná samkomulagi við Odion Ighalo um kjör á fimm mánaða lánssamningi.

Tottenham reyndi einnig að fá Ighalo í janúar en komst ekki að samkomulagi við Shanghai Shenhua.

Ighalo verður 31 árs í sumar og lék síðast fyrir Watford í ensku úrvalsdeildinni, þar sem hann skoraði 16 mörk í 55 leikjum. Í heildina gerði hann 39 mörk í 99 leikjum fyrir félagið.

Ighalo hefur verið iðinn við markaskorun í kínverska boltanum og þá gerði hann 16 mörk í 35 landsleikjum með Nígeríu, en lagði landsliðsskóna á hilluna í fyrra.

Shanghai vill lána Ighalo út til að minnka launareikninginn sinn, enda óljóst hvenær kínverska deildin fer af stað vegna kórónaveirunnar.

Fabrizio Romano, sem starfar meðal annars fyrir Sky og Guardian, greinir frá því að nú eigi félögin eftir að komast að samkomulagi.

Það eru aðeins rúmir tveir tímar eftir af félagaskiptaglugganum og spurning hvort United nái að landa Ighalo í tæka tíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner