Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 31. mars 2017 12:47
Magnús Már Einarsson
Rashid Yussuff í ÍA (Staðfest)
Pólverji á reynslu á Spáni
Rashid Yussuff.
Rashid Yussuff.
Mynd: Getty Images
ÍA hefur fengið Rashid Yussuff til liðs við sig. Hinn 26 ára gamli Yussuf kemur til ÍA frá Arka Gdynia í pólsku úrvalsdeildinni.

„Hann kom á reynslu í síðustu viku og spilaði leik í ævintýralega vondu veðri gegn Stjörnunni. Það veður varð þó ekki til þess að fæla hann frá," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, léttur í bragði í samtali við Fótboltanet í dag.

„Hann stóð sig vel í leiknum og við höfum fínar upplýsingar um hann auk þess sem hann hefur fína reynslu."

Yussuf er örvfættur miðjumaður en hann getur einnig spilað á kanti og í vinstri bakverði.

Yussuf á ættir að rekja til Nígeríu en hann ólst upp á Englandi. Í yngri flokkunum lék Yussuf með Charlton en hann lék síðan í fjögur ár með AFC Wimbledon í ensku D-deildinni. Eftir stopp á Möltu þá fór Yussuf til Arka Gdynia árið 2015.

Yussuf lék einn leik með enska U18 ára landsliðinu á sínum tíma en hann kom þá inn á fyrir Daniel Sturridge í leik gegn Hollandi.

Fyrr í vetur fékk ÍA pólska miðvörðinn Robert Menzel í sínar raðir og nú kemur Yussuf frá pólsku félagi. Skagamenn ætla að skoða áfram liðsstyrk frá Póllandi því pólskur leikmaður verður á reynslu hjá liðinu í æfingaferð þess á Spáni.

Skagamenn fara til Spánar á morgun og þar ætla þeir að skoða pólskan leikmann sem getur spilað á kantinum og í fremstu víglínu.

Komnir:
Aron Ýmir Pétursson frá HK
Guðmundur Böðvar Guðjónsson frá Fjölni
Ingvar Þór Kale frá Val
Ragnar Mar Lárusson frá Kára
Rashid Yussuf frá Arka Gdyni
Robert Menzel frá Podbeskidzie Bielsko-Biala
Stefán Ómar Magnússon frá Hugin

Farnir:
Ármann Smári Björnsson hættur
Ásgeir Marteinsson í HK
Darren Lough til South Shields á Englandi
Eggert Kári Karlsson í Kára
Iain Williamson hættur
Jón Vilhelm Ákason
Athugasemdir
banner
banner
banner