Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 31. mars 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Meiðsli á hásin trufla Söru - „Þetta er pirrandi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, segir frá því í viðtali við Vísi, að þrálát meiðsli frá hásin haldi henni frá keppni þessa dagana.

Sara hefur ekki komið við sögu í síðustu tveimur leikjum Lyon og verður ekki með íslenska landsliðinu í komandi vináttuleikjum gegn Ítalíu.

„Ég hef verið til skiptis á æfingum og í sjúkraþjálfun undanfarið. Það er verið að passa upp á álagið eins og ég er vön að þurfa að gera á þessum tímapunkti á leiktíðinni,“ segir Sara, en gæti hún spilað leikinn við PSG í Meistaradeildinni verði leikurinn settur á eftir landsleikjahléið, upp úr miðjum apríl?

„Það verður bara að koma í ljós. Maður gerir allt til að geta spilað og ég er í góðum höndum hérna úti. Vonandi hjálpar það mér að fá þennan tíma. Þetta er svolítið upp og niður hjá mér. Mér líður vel einn daginn en svo er ég mjög slæm hinn daginn. Þetta er pirrandi, og hefur verið svona í langan tíma.“

Lyon vann fyrri leikinn gegn PSG í Meistaraeildinni 1-0 en síðari leiknum var frestað eftir kórónuveirusmit hjá Lyon. Sara hefur ekki greinst smituð en hún hefur verið lítið með liðsfélögum sínum að undanförnu vegna meiðslanna.
Athugasemdir
banner
banner