Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 31. mars 2021 23:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Níu félög í Lengjudeildinni lýsa yfir stuðningi við tillögu starfshópsins
Lengjudeildin
Úr leik Keflavík og ÍBV í Lengjudeildinni á síðasta tímabili.
Úr leik Keflavík og ÍBV í Lengjudeildinni á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Níu félög í Lengjudeild karla sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kvöld þar sem lýst er yfir stuðningi við tillögu starfshóps KSÍ um breytingu á Pepsi Max-deild karla.

Þrjú félög rita ekki nafn sitt á yfirlýsinguna en það eru Grindavík, Selfoss og Þróttur Reykjavík.

Yfirlýsing félaga í Lengjudeildinni

Í ljósi yfirlýsingar félaga í efstu deild um fyrirkomulag efstu deildar vilja neðan rituð lið úr Lengjudeildinni koma eftirfarandi á framfæri:

Talsverð umræða hefur átt sér stað um fyrirkomulag efstu deildar. Nú er svo komið að öll félög sem eiga sæti í Pepsi Max deildinni á komandi tímabili hafa komið sér saman um að standa á bakvið tillögu starfsóps KSÍ, 12 liða deild sem skipt er upp eftir tvöfalda umferð. Þar sem öll lið í Pepsi Max deildinni hafa sammælst um að styðja tillögu starfshópsins munum við, félög í Lengjudeildinni, ekki standa í vegi fyrir því að sú tillaga nái fram að ganga.
Á 75. ársþingi KSÍ var samþykkt stofnun starfshóps sem á að skoða mótafyrirkomulag í öðrum deildum en efstu deild. Við fögnum því að sú umræða fari af stað og skorum á KSÍ að setja þessa vinnu í gang strax svo móta megi tillögu um mótafyrirkomulag Lengjudeildarinnar sem lögð yrði fyrir næsta ársþing með það að markmiði að það tæki gildi strax tímabilið 2022.

Við höfum öll áhuga á því að gera Íslandsmótið í heild sinni sterkara, áhugaverðara og verðmætara og þurfum öll að standa vörð um fótboltann á Íslandi, frá neðstu deild til þeirrar efstu.

Undir þessa yfirlýsingu skrifa eftirtalin félög í Lengjudeildinni:

Afturelding

Fjölnir

Fram

Grótta

ÍBV

Kórdrengir

Vestri

Víkingur Ólafsvík

Þór Akureyri

Sjá einnig:
Yfirlýsing: Öll félög efstu deildar sammála um breytt fyrirkomulag
Athugasemdir
banner
banner
banner