Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 31. maí 2022 09:30
Victor Pálsson
Gat ekki valið Bowen í lið ársins
Mynd: Getty

Alan Shearer, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, vildi mikið velja Jarrod Bowen í lið ársins á Engladni en hann fékk það verkefni eins og margir aðrir sparkspekingar.


Bowen átti frábært tímabil með West Ham sem er á leið í Evrópukeppni og spilaði gríðarlega stórt hlutverk.

Shearer gat hins vegar ekki komið Bowen fyrir í liðinu og því miður fyrir Englendinginn er hann utan hóps að þessu sinni.

Bowen skoraði 12 mörk í deildinni fyrir West Ham og lagði upp önnur 12 sem er virkilega góð tölfræði.

„Þetta hefur verið mjög erfitt því ég vildi setja Bowen í liðið vegna hversu mikið hann skoraði og lagði upp," sagði Shearer.

„Hann þarf að vera í enska landsliðshópnum í sumar. Ég get hins vegar ekki komið honum í liðið mitt því fremstu þrír leikmennirnir hafa verið stórkostlegir."

„Það kemur ekki á óvart að ég vel Mo Salah. Hann hefur verið magnaður og mörkin hans hafa borið Liverpool á tímabili."

„Heung-Min Son hefur verið frábær fyrir Tottenham og þarf að vera í liðinu. Þarna vildi ég koma Bowen inn en ég get það ekki, ég þarf að setja Sadio Mane í fremstu línuna. Hann hefur verið alveg stórkostlegur á árinu."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner