Bournemouth staðfesti í dag að Jefferson Lerma myndi yfirgefa félagið í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út.
Lerma var á sínum tíma metkaup hjá Bournemouth þegar félagið greiddi Levante 25 milljónir punda fyrir miðjumanninn árið 2018. Lerma hefur síðan spilað 184 leiki fyrir enska félagið.
Lerma var á sínum tíma metkaup hjá Bournemouth þegar félagið greiddi Levante 25 milljónir punda fyrir miðjumanninn árið 2018. Lerma hefur síðan spilað 184 leiki fyrir enska félagið.
Hann spilaði gegn Everton á sunnudag og var það hans 100. úrvalsdeildarleikur fyrir félagið. Miðjumaðurinn er sagður hafa náð samkomulagi við Crystal Palace um að ganga í raðir félagsins.
Lerma er kólumbískur landsliðsmaður, á að baki 33 landsleiki fyrri þjóð sína. Á liðinni leiktíð var hann valinn besti leikmaður Bournemouth hjá Bournemouth Echo.
Í tilkynningu frá félaginu segir að Lerma, sem er 28 ára gamall, hafi tekið það skýrt fram að hann vilji fá nýja áskorun á sínum ferli og er honum þakkað fyrir tímann hjá félaginu.
Bournemouth kom öllum á óvart í vetur, forðaðist fall og endaði í fimmtánda sæti, fimm stigum fyrir ofan Leicester sem féll. Lerma skoraði fimm mörk í 37 leikjum á tímabilinu.
Athugasemdir