Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 31. ágúst 2023 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjög auðvelt að þjálfa Ágúst - „Vaxið hraðar en ég hefði þorað að vona"
Meiriháttar að sjá hann dafna og fara út, það er frábært
Meiriháttar að sjá hann dafna og fara út, það er frábært
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sérstaklega síðustu vikur steig hann heldur betur upp
Sérstaklega síðustu vikur steig hann heldur betur upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvernig hann stóð sig í mörgum hlutum leikjanna á Möltu með U19 landsliðinu, það var frábært
Hvernig hann stóð sig í mörgum hlutum leikjanna á Möltu með U19 landsliðinu, það var frábært
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ágúst Orri Þorsteinsson var í vikunni seldur frá uppeldisfélagi sínu Breiðablik til ítalska félagsins Genoa.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net greiðir Genoa 300 þúsund evrur fyrir leikmanninn eða um 40 milljónir íslenskra króna.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í Ágúst í viðtali í gær.

Sjá einnig:
Ágúst Orri byrjar í unglingaliðinu - „Stoltur að vera hluti af Genoa fjölskyldunni“

„Hann er búinn að koma mér á óvart að því leytinu til að hans bestu leikir, á móti KA og Víkingi, þeir voru framúrskarandi góðir."

„Hvernig hann stóð sig í mörgum hlutum leikjanna á Möltu með U19 landsliðinu, það var frábært. Hann hefur vaxið hraðar en ég hefði þorað að vona. Við sem þekkjum Ágúst vitum að hann er framúrskarandi hæfileikaríkur fótboltamaður, með gríðarlega hlaupagetu, ótrúlega duglegur og samviskusamur drengur."

„Það er mjög auðvelt að þjálfa hann og það kemur engum á óvart að hann hefur tekið framförum, kemur engum á óvart að hann hafi staðið sig vel, en þetta gerist kannski hraðar en ég hefði þorað að vona."

„Meiriháttar að sjá hann dafna og fara út, það er frábært,"
sagði Óskar.

Fylgst með honum síðan hann var lítill krakki
Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson var einnig spurður út í Ágúst.

„Nei, hann hefur svo sem ekkert komið mér á óvart, ég man alveg eftir honum áður en hann fór til Malmö. Hann er einn af mörgum efnilegum sprækum strákum sem við eigum. Mér fannst hann standa sig vel í sumar, fékk alveg stórt hlutverk þrátt fyrir ungan aldur, sérstaklega síðustu vikur steig hann heldur betur upp. Það er frábært að sjá hann fara út," sagði Höskuldur.

Varnarmaðurinn Damir Muminovic var líka spurður út í kantmanninn.

„Hann hefur verið frábær, Ágúst Orri er virkilega efnilegur leikmaður sem getur náð mjög langt. Ég er glaður fyrir hans hönd, hann á þetta fullkomlega skilið. Nei, hann hefur ekki komið mér á óvart, ég er búinn að fylgjast með honum síðan hann var lítill krakki og veit hvað hann getur," sagði Damir.

Þeir Óskar, Höskuldur og Damir undirbúa sig nú fyrir leikinn gegn Struga sem hefst klukkan 16:45 í dag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net. Viðtölin við þá má nálgast hér að neðan.
Óskar Hrafn: Það eina sem það gerir er að draga þig niður
Damir: Viljum skrifa söguna fyrir klúbbinn og okkur sjálfa
Fiðrildin farin að flögra í Höskuldi - „Eðlishvötin tók yfir"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner