Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 31. október 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Barcelona voru til í að fresta launum til að fá Neymar
Neymar í leik með Barcelona.
Neymar í leik með Barcelona.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Barcelona voru reiðbúnir að fresta því að fá laun sín greidd til að félagið gæti keypt Neymar aftur til félagsins frá PSG í sumar. Varnarmaðurinn Gerard Pique hefur greint frá þessu.

Neymar fór frá Barcelona til PSG á 200 milljónir punda fyrir tveimur árum og varð á sama tíma dýrasti leikmaður sögunnar.

Í sumar var Barcelona búið að kaupa Antoine Griezmann frá Atletico Madrid á 107 milljónir punda og Frenkie de Jong frá Ajax á 65 milljónir punda áður en félagið reyndi að fá Neymar.

Á endanum náðust ekki samningar en Barcelona hefði einnig átt í vandræðum með að standast fjárhagsreglur FIFA ef félagið hefði keypt Neymar.

„Við sögðum (Josep Maria) Bartomeu (forseta Barcelona) að við værum reiðbúnir að fresta greiðslum í samningum okkar ef það myndi þýða að við myndum standast fjárhagsreglur FIFA og geta keypt Neymar," sagði Pique

„Við vorum tilbúnir að breyta samningum okkar. Við ætluðum ekki að gefa peninga en við ætluðum að gera hlutina auðveldari með því að láta greiða okkur hluta launanna frá fyrsta ári á öðru eða þriðja ári."
Athugasemdir
banner
banner
banner