lau 31. október 2020 12:45
Ívan Guðjón Baldursson
Úrvalsdeildin ekki stöðvuð þó Bretlandi verði lokað
Mynd: Chateau
The Athletic greinir frá því að enska úrvalsdeildin verður ekki stöðvuð þó Bretlandi verði lokað aftur vegna seinni bylgju Covid-19 sem herjar yfir landið og stærstan hluta Evrópu um þessar mundir.

Þetta er þó skellur fyrir stuðningsmenn sem geta ekki búist við því að mæta aftur á völlinn fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári.

Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar sér ekkert því til fyrirstöðu að halda keppni áfram þar sem umgjörð í kringum leikmenn er afburðagóð í deildinni. Þeir fara í reglulegar Covid prófanir og hefur ekki verið mikið um smit hingað til.

Heimildarmenn The Athletic, þrír þingmenn, ítreka þó að aðstæður geti breyst mjög fljótt í kringum þessa veiru. Þegar veiran braust út í mars voru knattspyrnufélög og enska úrvalsdeildin óviðbúin en núna er ástandið öðruvísi og hægt að halda keppni áfram þrátt fyrir aukningu í smitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner