Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 31. desember 2020 22:00
Victor Pálsson
Darlow stefnir á landsliðssæti
Mynd: Getty
Karl Darlow, markvörður Newcastle, viðurkennir að hann sé að hugsa um sæti í enska landsliðinu eftir góða frammistöðu á þessu tímabili.

Darlow hefur byrjað 13 deildarleiki fyrir Newcastle á tímabilinu en hann var áður varamarkvörður Martin Dubravka sem svo meiddist.

Englendingurinn var valinn maður leiksins í gær er Newcastle gerði gott markalaust jafntefli við meistara Liverpool.

England spilar á EM næsta sumar og mun þessi þrítugi markvörður reyna að vinna sér inn sæti í hópnum.

„Það væri kjánalegt ef ég segði að ég væri ekki búinn að hugsa um þetta," sagði Darlow við Amazon Prime.

„Ég veit af umræðunni og vonandi get ég haldið áfram að standa mig vel og komist í baráttuna um sæti. Ég held áfram að gera það sem ég geri og vonandi mun það skila að lokum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner