15. október 1982 stofnuðu þeir Kjartan Björnsson og Hilmar Hólmgeirsson Arsenalklúbbinn á Íslandi. Arsenalklúbburinn varð því 40 ára þann 15. október í haust.
Meira »Að starfa fyrir íþróttafélag sem sjálfboðaliði er alla jafna gefandi og skemmtilegt. Það hef ég gert síðustu rúmlega 30 árin fyrir mitt litla félag í litlu samfélagi þar sem ég hef gegnt hinum ýmsu trúnaðarstörfum í gegnum tíðina, allt frá formanni félagsins, starfi gjaldkera, meðstjórnanda eða einfaldlega sem starfsmaður á plani.
Meira »Það skal taka það fram strax í byrjun að ég veit það sama og lesendur Fótbolta.net um hvað gerðist á milli Arnars Grétarsonar þjálfara KA og Sveins Arnarsonar í og eftir leik KA gegn KR á dögunum.
Meira »Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á undir högg að sækja. Eftir undraverðan árangur liðsins á undanförnum árum þá hefur hallað undan fæti, svo mjög að knattspyrnuáhugafólk virðist hafa verulegar áhyggjur af gangi mála. Mig langar í þessum stutta pistli að koma inn á nokkra punkta sem tengjast núverandi stöðu liðsins.
Meira »Á sama tíma var markmiðið að líta á hvaða félög það eru sem hafa mestan og minnstan mismun á sigurhlutföllum miðað við hvort þau séu að spila á heima- eða útivelli. Meira »
Ég var búinn að ákveða fyrir birtinguna að tjá mig ekki frekar um þau mál sem þar var fjallað um. Gerði fyrirfram ráð fyrir að ekki yrðu allir á eitt sáttir við skrifin og jafnvel yrði vegið að höfundi á samfélagsmiðlum og í greinarskrifum annars staðar. Ég er sem betur fer ekki á samfélagsmiðlum þannig að skrif þar sé ég ekki. Meira »
Það er þekkt umræða á Íslandi að barnastarfið hjá knattspyrnuhreyfingunni sé á heimsmælikvarða. Ég ætla ekki að dæma um það hér að öðru leyti en að það er morgunljóst að börn á Íslandi fá að æfa og spila við góðar aðstæður á flestum stöðum. Fótboltamótin sem félögin halda eru stórkostleg ævintýri, innan vallar sem utan, fyrir krakkana og foreldra þeirra.
Meira »