Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 06. maí 2022 12:30
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Mismunur á gengi liða í Bestu deild karla á heima- og útivelli
Kristján Gunnarsson skrifar
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Blikar hafa byrjað vel á heimavelli og voru frábærir þar í fyrra.
Blikar hafa byrjað vel á heimavelli og voru frábærir þar í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Leiknir vann ekki leik á útivelli í fyrra.
Leiknir vann ekki leik á útivelli í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Árangur á heima- og útivelli síðustu tíu ár.
Árangur á heima- og útivelli síðustu tíu ár.
Mynd: KG
Markmiðið með skýrslunni var að komast að niðurstöðu á hlutfallslegum mismun miðað við hvort lið sé að spila á heima- eða útivelli í Bestu deild karla.

Á sama tíma var markmiðið að líta á hvaða félög það eru sem hafa mestan og minnstan mismun á sigurhlutföllum miðað við hvort þau séu að spila á heima- eða útivelli.

Skýrslan er byggð á tímabilum í ný nefndri bestu deild 2012-2021 en einungis var litið á þau félög sem eru í Bestu deildinni í ár og þau félög sem féllu í fyrra. Breiðablik, FH, KR, Stjarnan og Valur eru einu félögin til að spila öll tímabilin síðustu 10 ár. Gögn sem notuð voru í greiningunni komu af heimasíðu KSÍ (ksi.is).

Ekkert félag hefur sigrað meira á útivelli heldur en heimavelli miðað við síðustu 10 tímabil. Hér fyrir neðan má sjá sögulegar líkur á niðurstöðu leikja.


KR er það félag sem var næst því að sigra jafn mikið á heima og útivelli með 54% sigur hlutfall á útivelli miðað við 55% sigurhlutfall á heimavelli en á eftir þeim komu keflavík og FH.

Leiknir Reykjavík hefur verið í Bestu deildinni tvö tímabil síðustu 10 ár en þeir eiga þann titill að sigra hlutfallslega lang minnst á útivelli.

Leiknir Reykjavík hefur einungis sigrað 1 leik á útivelli með 5% sigurhlutfall. Þeir hafa hinsvegar 36% sigurhlutfall á heimavelli sem gefur okkur að þeir hafa einning mesta mismuninn á sigurhlutföllum. Á eftir Leikni Reykjavík í mesta mismun á sigurhlutfalli koma ÍA og HK.

Niðurstaða greiningar má sjá hér til hliðar (hægt að smella til að sjá betur) og hér að neðan má sjá tölfræðina fyrir síðasta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner