Nú langar mig að setja á blað nokkra punkta er varða neðri deildar bikar karla. Fyrir Ársþingi KSÍ liggur tillaga um að árið 2023 verði sett á fót bikarkeppni í neðrideildum karla. Mikil rómantík á að skapast í kringum það að bæta við bikarkeppni og fá mögulega úrslitaleik á Laugardalsvelli. Lagt er til að 32 lið komist í keppnina og eru það þau lið sem leika í 2. og 3. deild ásamt liðunum sem féllu úr 3. deild árið áður og liðum þrjú til átta í 4. deild árið áður. Leikið verður samkvæmt úrsláttakeppni.
Meira »
Fram undan er ársþing KSÍ þar sem meðal annars verður kosið á milli tveggja frambjóðenda í embætti formanns hreyfingarinnar. Mig langar til að leggja orð í belg og vekja athygli á nokkrum mikilvægum atriðum er varða stöðu, annars frambjóðandans og þeirra samtaka sem hann er fulltrúi fyrir.
Meira »
Í haust tók ný stjórn við hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Ástæðu þess að stjórnarskipti urðu þekkja flestir og ætla ekki að kryfja það mál hér. Ný stjórn tók við á erfiðum tíma og fyrstu verk snéru að þeim málum sem leiddu til stjórnarskiptanna. Vinna við að fara yfir þessi mál var sett af stað og starfshópar skipaðir. Þessi vinna er enn í gangi og allir eru sammála um að koma verkferlum og reglum þannig fyrir að allt sé skýrt ef ofbeldismál koma upp.
Meira »Um helgina stendur fyrir dyrum kjör til stjórnar og formanns Knattspyrnusambands Íslands. Mesta athyglin er á formannskjörinu – og skyldi nú engan undra. Síðustu tveir formenn voru ekki beint reisulegir þegar þeir létu af embætti. En látum það vera. Tölum um knattspyrnu.
Meira »
Sem forsvarsmaður og sjálfboðaliði í einu öflugasta félagi landsins hef ég fylgst með allri umræðu um KSÍ undanfarna mánuði. Næstkomandi helgi mun ég sitja ársþing sambandsins þar sem verður kjörin nýr formaður og ný stjórn. Fráfarandi stjórnarmönnum þakka ég vinnuna sem þeir hafa lagt á sig undir afar erfiðum aðstæðum. Þeir eiga hrós skilið.
Meira »
Þann 30. mars næstkomandi tekur Barcelona á móti Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu. Uppselt varð á leikinn á þremur dögum, um 85 þúsund miðar seldir. Lið Barcelona sem varð atvinnumannalið árið 2015, er nú orðið stórveldi og óhætt að kalla það eitt besta lið í heimi um þessar mundir. Svipaða sögu er hægt að segja af öðrum liðum víða um Evrópu, þar sem fjárfesting í kvennaliðum félaganna hefur skilað sér margfalt til baka. Áhorfendatölur rjúka upp og loksins geta ungar knattspyrnukonur fundið sér kvenkyns fyrirmyndir og elt drauma sem áður voru ekki til staðar.
Meira »
Árið 2021 spiluðu strákar og stelpur í 5. flokki á Íslandi 11 deildarleiki í Íslandsmótinu í fótbolta. Í 4. flokki spiluðu strákarnir 11 leiki en stelpurnar 14, í 3. flokki voru leikirnir 14 á bæði kyn og í 2. flokki spiluðu strákarnir 20 leiki og stelpurnar 12.
Sum lið fengu vissulega fleiri leiki ef þau náðu að komast í úrslitakeppni hvers flokks.
Mikið er rætt um að fjölga leikjum í mfl.kk og mfl kvenna í Íslenskum fótbolta. Það er umræða sem á svo sannarlega rétt á sér. Meira »
Sum lið fengu vissulega fleiri leiki ef þau náðu að komast í úrslitakeppni hvers flokks.
Mikið er rætt um að fjölga leikjum í mfl.kk og mfl kvenna í Íslenskum fótbolta. Það er umræða sem á svo sannarlega rétt á sér. Meira »
Hugmyndin kviknaði hjá mér í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið undanfarið um fjölgun leikja í íslandsmótinu.
Meira »
Aðalfundur Íslensks Toppfótbolta var haldinn í liðinni viku. Nýir menn komu inn í stjórn og nýr formaður tók við. Ber að óska þeim til hamingju og velfarnaðar í starfi.
Meira »
Mikið er þessa dagana skrafað og skeggrætt um fjölgun leikja í efstu deild karla í knattspyrnu og er það vel. Þær tillögur sem þar liggja á borði eru allar áhugaverðar og mikilvægt að ræða þær en þær eru ekki það sem ég ætla að gera umfjöllunar efni mínu hér. Mig langar að einblína á hvernig við getum gert neðri deildir (karla og kvenna) meira spennandi.
Meira »