Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fim 03. mars 2022 09:22
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Að loknu ársþingi KSÍ
Flosi Eiríksson, formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks:
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Frá ársþingi KSÍ síðasta laugardag.
Frá ársþingi KSÍ síðasta laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ var með ársþing sitt 26. febrúar síðastliðinn í Haukahúsinu í Hafnarfirði. Formannskjör og kosning í stjórn vöktu, kannski eðlilega, mesta athygli en þingið fór fram með afar hefðbundum og formföstum hætti. Öll umgjörð af hálfu Hauka og skipulag var til fyrirmyndar, sem unnu vel innan hins formfasta skipulags, og afar vel mætt á þingið.

Á þinginu voru samþykktar tímabótabreytingar á efstu deild karla þar sem tekin er upp úrslitakeppni í Bestu deildinni. Þær tillögur, og fleira sem samþykkt var á þinginu, er afrasktur starfshópa og vinnu milli þinga. Stefnumörkun KSÍ er almennt frekar svifasein og þung í vöfum en þarna náðust þó nokkuð stór skref.

Það sem ég saknaði á þinginu er meiri umræða um málefni knattspyrnunnar, þar sem 148 fulltrúum gefst tækifæri til að miðla af reynslu sinni, ræða vandamál og lausnir, skipast á skoðunum og vinna sig saman að niðurstöðu.

Fyrirkomulag þingsins í dag minnir á afar gamaldags samkomur – þar sem sú litla umræða sem fer fram af hálfu almennra þingfulltrúa er um einstakar tillögur, og þá venjulega í því formi að fólk kemur upp og lýsir sig fylgjandi eða andsnúið einstökum tillögum, um þær eru stundum greidd atkvæði – en venjulega eru slíkum málum vísað til stjórnar. Litlir möguleikar eru til að ræða saman í smærri hópum og finna sameiginlegan flöt eða niðurstöðu. Það er lýsandi dæmi að á þinginu held ég að það hafi talað sjö almennir þingfulltrúar í umræðum af 148 sem voru mættir.

Við nýtum afar illa alla þá þekkingu og reynslu sem samankomin er á þingi KSÍ með því að vinna ekki meira í hópum, þar sem hægt væri að ræða einstök verkefni og málefni. Fyrirkomulagið ætti að vera þannig að fleiri fái færi á að taka þátt í umræðum í stað þess að þingið sé hálfgerð klappsamkoma. Málþingið sem haldið er kvöldið fyrir þing, er skref í rétta átt, en við getum gert miklu, miklu betur.

Mig langar að skora á nýkjörna stjórn KSÍ að endurskoða þinghaldið allt frá grunni, það verður að koma vinnubrögðum á þingi KSÍ í áttina að nútímanum. Með því fáum við miklu betri umræður og úrlausnir í einstökum málum, fótboltanum til framdráttar.

Flosi Eiríksson, formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks
Athugasemdir
banner
banner
banner